Háskóli Íslands

Hlutverk rannsóknastofunnar er að vera víðtækur vettvangur rannsókna sem lúta að þroska og lífsháttum barna og ungmenna. 

Hlutverk rannsóknastofunnar er að vera víðtækur vettvangur rannsókna sem lúta að þroska og lífsháttum barna og ungmenna. 

Um rannsóknarsetrið

Rannsóknastofan Lífshættir barna og ungmenna var stofnuð árið 2006 og er rannsókna- og fræðslusetur sem heyrir undir Menntavísindastofnun. Forstöðumaður stofunnar er Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor í uppeldis- og menntunarfræðum en jafnframt starfa þar átta starfsmenn á hinum ýmsu fræðasviðum sem varða þroska og lífshætti barna og ungmenna.

Rannsóknastofan stendur að margvíslegu rannsóknastarfi bæði hérlendis og erlendis á fræðasviðum sem lúta meðal annars að samskiptum, menntun, áhættuhegðun, seiglu, borgaravitund, stöðu ungmenna af erlendum uppruna, gildismati og lífssýn barna og ungs fólks. Jafnframt er fengist við rannsóknir á uppeldisháttum sem styðja við velferð og heilbrigða lífshætti barna og ungmenna. Stofan leggur áherslu á að birta rannsóknaniðurstöður í ritrýndum tímaritum og á fræðilegum vettvangi en jafnframt er lögð áhersla á samstarf við fagfólk á vettvangi og að miðla rannsóknaniðurstöðum til þeirra.

Tölvupóstur: sa@hi.is

Vinnusími: 525-4515

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is