Rannsóknastofan Lífshættir barna og ungmenna er rannsókna- og fræðslusetur sem dr. Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor starfrækir. Rannsóknarstofan heyrir undir Menntavísindastofnun. Markmið hennar er að vera víðtækur vettvangur rannsókna á sviði lífshátta barna og ungmenna, einkum því sem lýtur að margvíslegum þroska þeirra, menntun, áhættuhegðun, seiglu og lífssýn. Markmiðið er jafnframt að miðla vísindalegri þekkingu um lífshætti barna og ungmenna og vera grundvöllur fyrir fræðimenn sem starfa á þessu sviði.