Rannsóknarsetrið Lífshættir barna og ungmenna hefur frá því vorið 2013 tekið þátt í samstarfsverkefni um sjálfboðaliðaþátttöku ungs fólks. Verkefnið er samstarfsverkefni ungmenna, foreldra, skóla og rannsóknarsetursins. Leiðarljós verkefnisins er að virkja framangreinda aðila saman í þágu góðs málefnis og bjóða ungu fólki samhliða tækifæri og vettvang til þátttöku í samfélaginu.
Rannsóknarsetrið hefur setið í nefnd sem fer með skipulagningu verkefnisins og veitt ráðgjöf sem tengist því. Jafnframt voru tekin viðtöl í ágúst 2013 við þrjú ungmenni um sjálfboðaliðaþátttöku þeirra. Niðurstöðurnar voru kynntar á Menntakviku þann 27. september 2013.
Næst verður rannsóknargögnum safnað vorið 2014.